Thursday, June 30, 2011

Litla gula hænan

Ég er að starta þessu bloggi til að geta kommentað á blogg dóttur minnar sem glímir við erfið veikindi.  Ég bið alla þá sem detta hér inn á þessa síðu að vanda sig í hinu daglega lífi, því maður veit aldrei hvað kann að henda í framtíðinni.

Aldrei hafði mér dottið það í hug að eitthvert barna minni, myndi greinast með krabbamein.    Ég hef verið óþreytandi að vara við allskyns hættum sem gætu steðjað að í lífinu en aldrei veikindum sem gætu jafnvel verið á einhvern hátt afleiðing af líferni, enda talið að bæði ég og mínir hafi lifað nokkurn veginn heilbrigðu lífi.

Það hafa allir gott af því að hugleiða líf sitt annað slagið, ég er að því núna og sé að margt hefði mátt gera betur en það er aldrei of seint að byrja.

Ég gaf bloggi mínu nafnið Litla gula hænan og á það að vísa í þá litlu sem við lásum um í barnaskóla.

Kannski meira seinna.

Í Guðs friði